Niðurstaða 526. fundar sveitarstjórnar.

 

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps kom saman til fundar fimmtudaginn 18. desember 2025.
    • Það helsta sem gert var:
      • Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og fjárhagsáætlun áranna 2027, 2028 og 2029.
      • Nokkrar lykiltölur og forsendur fyrir árið 2026:
      • Rekstur fyrir fjármagnsliði og afskriftir 2026 er áætlaður jákvæður um 143,3. mkr.
      • Fjármagnsliðir eru áætlaðir um 43,7 milljónir 2026.
      • Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 47 milljónir árið 2026.
      • Veltufé frá rekstri er áætlað um 117,8 m.kr. 2026.
      • Gert er ráð fyrir 3,6% meðal-verðbólgu á árinu 2026.
      • Gert er ráð fyrir 581 m.kr. launakostnaði á árinu 2026.
      • Tekjur eru áætlaðar um 1.292 m.kr.
      • Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð 280 m.kr.
      • Afborganir langtímalána verði um 58 m.kr.
      • Stefnt er að því að handbært fé verði um 82 m.kr. í árslok 2026. Langtímaskuldir munu hækka um 220 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir um 301 m.kr. á árinu 2026.
  • Sveitarstjóri lagði fram yfirlitsræðu sína, margt fróðlegt kemur fram í henni. Hér má sjá yfirlitsræðuna:
  • Hér má sjá fundargerð fundarins:
  • Hér má sjá fundargögn: