Niðurstaða 521. fundar sveitarstjórnar.
18.07.2025
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps kom saman til fundar föstudaginn 18. júlí 2025.
- Meðal annars var eftirfarandi gert:
- Lögð fram fundargerð 5. fundar Byggingarnefndar Skaftárhrepps (sjá hér)
- Lögð fram fundargerð 6. fundar Byggingarnefndar Skaftárhrepps (sjá hér)
- Sveitarstjóri lagði fram skriflegt svar við fyrirspurn oddvita frá 518. fundi sveitarstjórnar. Svarið er hluti af fyrirspurn oddvita og fjallar það um Hæðargarð (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði að daggjöld á afrétti 2025 verði 20.738 krónur (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði að auglýsa sem eitt starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og yfirmann íþróttamannvirkja Skaftárhrepps
- Sveitarstjóri greindi frá því að sveitarfélagið hefði fengið 3.300.000 krónur fjárveitingu til styrkvega árið 2025. (sjá hér)
- Sveitarstjórnin samþykkti í einu hljóði ársreikning ársins 2024 (sjá hér)
- Oddviti lagði fram minnisblað frá sveitarstjóra sem innihélt meðal annars svör við framlögðum spurningum frá síðasta fundi (sjá hér)
Hér má sjá fundargerð fundarins:
Hér má sjá fundargögn: