Viðurkenningar til íþróttafólks úr Skaftárhreppi 2024
10.03.2025

- Þann 7. mars síðast liðinn voru afhentar viðurkenningar til íþróttafólks úr Skaftárhreppi vegna ársins 2024, afhendingin fór fram samhliða aðalfundi Ungmennafélagsins ÁS.
- Til íþróttamanns ársins voru tilnefnd Ásgeir Örn Sverrisson, Daníel Smári Björnsson, Kristín Lárusdóttir og Sigurður Gísli Sverrisson.
- Velferðarráð Skaftárhrepps útnefndi Kristínu Lárusdóttur sem íþróttamann Skaftárhrepps 2024.
- Jafnframt valdi Velferðarráð Bjarna Bjarnason sem sjálfboðaliða ársins 2024.