Tilkynning um ráðningu - fjármála- og skrifstofustjóra Skaftárhrepps

             

Ákveðið hefur verið að ráða Eygló Kristjánsdóttur sem fjármála- og skrifstofustjóra Skaftárhrepps.

Eygló er viðskiptafræðingur með viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu.

Hún er kunn Skaftárhreppi þar sem hún var áður sveitarstjóri sveitarfélagsins. Hún hefur undanfarin 10 ár verið fjármálastjóri hjá umboðsmanni skuldara.

Skaftárhreppur býður Eygló velkomna til starfa og mun hún hefja störf fljótlega.