Niðurstaða 519. fundar sveitarstjórnar.

 

    • Sveitarstjórn Skaftárhrepps kom saman til fundar, miðvikudaginn 25. júní 2025.
    • Það helsta sem gert var:
      • Samþykkt voru skóladagatöl fyrir grunnskóla- og leikskóladeild vegna skólaársins 2025-2026
      • Staðfest var skipun í Ungmennaráð Skaftárhrepps
      • Staðfestar voru samþykktir fyrir Öldungaráð Skaftárhrepps
      • Samþykktur var rekstrarsamningur um Félagsheimilið Kirkjuhvol
      • Samþykkt var að sameina skólaakstursleiðir 1 og 2.  Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir bifreiðastjórum fyrir sameinaða leið Meðalland/Landbrot, leið 4 Síða og leið 6 Skaftártunga. skólaárið 2025 til 2026, þar sem allir verktakasamningar vegna skólaaksturs renna út vorið 2026. 

 

 

Hér má sjá fundargerð:

Hér má sjá fundargögn: