Niðurstaða 518. fundar sveitarstjórnar.
15.04.2025
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps kom saman til fundar þriðjudaginn 15. apríl 2025.
- Meðal þess sem gert var eftirfarandi:
- Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Afl Smíði og Múr ehf. sem átti hæðsta boð í vöruskemmu.
- Sveitarstjóra falið að vinna áfram með breytingu á rekstrarfyrirkomulagi Félagsheimilisins Kirkjuhvols.
- Rætt var um stöðu viðræðna vegna lands Kirkjubæjar II
- Sveitarstjóri lagði fram drög að tillögun af framtíðar fyrirkomulagi vegna upplifunar á Kirkjubæjarklaustri (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði að hefja viðræður við Ungmennafélagið ÁS um endurnýjun á núverandi samstarfssamningi.
- Sveitarstjórn staðfesti drög að viljayfirlýsingu, sem er gerð á milli Summu rekstrarfélags hf., f.h. innviðasjóða í rekstri félagsins og sveitarfélaganna Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Hornafjarðar vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall (sjá hér)
- Sveitarstjórn vísaði vinnu við stækkun á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum til stjórnar Klausturhóla.
- Oddviti lagði fram erindi sem varðar þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri (sjá hér)
Hér má sjá fundargerð:
Hér má sjá fundargögn: