Málþing í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli
26.08.2025
- Málþing verður haldið í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli , fimmtudaginn 28. ágúst 2025 og ber heitið Falið í sandi og sæ - fornar minjar í Skaftárhreppi.
- Málþingið hefst klukkan 14:00
- Fyrirlestrar:
- ,,Á kafi í sandinn og upp úr honum aftur !"
- Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur mun fjalla um fornleifasrannsóknirnar í Arfabót á Mýrdalssandi sem hófust sumarið 2012 með rannsókn á meintri kirkju.
- ,,Þetta er gott strand"
- Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur/rannsóknardósent hjá Rannsóknarsetri HÍ í Bolungarvík og stundar rannsóknir á sviði sjávarfornleifafræði með sérstaka áherslu á fiskveiðar, hvalveiðar og verslun fyrr á öldum.
- ,,Ógn og undur " Fornleifar og viðvarandi náttúruvá af völdum Kötlu
- Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands Mun hún í sínu erindi fjalla um rannsókn sína „Ógn og Undur“ - Viðvarandi náttúruvá af völdum Kötlu í Álftaveri og á Mýrdalssandi.
- ,,Nunnurnar í Kirkjubæ" - eftirmæli
- Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur og prófessor við HÍ mun í erindi sínu segja frá lífi og störfum nunnanna í Kirkjubæjarklaustri.