Grunnskóli Skaftárhrepps var settur mánudaginn 25. ágúst 2025. Elísabet Gunnarsdóttir, skólastjóri setti skólann og bauð nemendur og starfsmenn velkomna til starfa.
Miklar breytingar hafa orðið á skólahúsnæðinu í sumar, má þar nefna sem dæmi: Rafmagn endurnýjað, vatnslagnir endurnýjaðar, skipt um gólfefni, kerfisloft sett í stofur og ganga, húsið málað og margt fleira.
Hér að neðan fylgja nokkrar myndir, en það er von til þess að skólinn verði opinn á Uppskeru- og þakkarhátíð sveitarfélagsins 16 til 19 október næstkomandi.
Öllum þeim iðnaðarmönnum, verkamönnum og öðrum þeim sem komu að þessu verki og létu það raungerast er þakkað að heilum hug.