Ársreikningur 2024

Niðurstaða ársreiknings ársins 2024

  • Rekstrarniðurstaða samstæðu Skaftárhrepps fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 53.333.000 krónur.
  • Rekstrartekjur voru 1.217.418.000 krónur og rekstrargjöld 1.164.085.000 krónur.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðunnar eftir afskriftir og fjármagnsliði var neikvæð um 13.392.000 krónur.
  • Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri samstæðunnar um 42.838.000 krónur.
  • Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 160.571.000 krónur og fjármögnunarhreyfingar sem voru jákvæðar um 135.429.000 krónur.
  • Afborganir langtímalána námu um 27.347.000 krónur.
  • Handbært fé samstæðunnar lækkaði um 43.965.000 krónur á árinu 2024, handbært fé var í árslok 39.647.000 krónur.
  • Skuldaviðmið A og B hluta, skv. reglugerð nr. 502/2012 er 36%. Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.
  • Eigið fé sveitarfélagsins eru 1.311.792.000 kr. og langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 489.758.000.
  • Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum (viðhald eigna) á árinu 2024 voru kr. 148.917.000. Þar af í A-hluta 138.430.000.
    • Stærstu einstöku fjárfestingingarnar voru í viðhaldsverkefni á húsnæði grunnskólans eða kr. 72.504.000, Kirkjuhvoll kr. 13.769.000, kaup á liðléttingi kr. 10.815.000 og skólalóð kr. 19.936.000. 
  • Sveitarfélagið hélt áfram að styrkja innviði sveitarfélagsins á árinu 2024 má svo sem nefna:
    • Aukið fjámagn til menningarmála og til íþrótta og æskulýðsstarfs sem rekja má að mestu leiti beint til aukinnar þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
    • Greiddir styrkir til björgunarsveitanna Kyndils, Lífgjafar og Stjörnunar skv. styrktarsamningum sem gerðir voru til þriggja ára árið 2023.
    • Kirkjusóknir sveitarfélagsins voru styrktar varðandi kórastarf.
  • Á árinu 2024 var fram haldið umfangsmiklum og löngu tímabærum endurbótum á húsnæði Kirkjubæjarskóla. Endurbótum og breytingum sem ekki er, frekar en annars staðar, fyrir fram hægt að sjá hvað muni endanlega kosta. Þá var einnig ráðist í sameiningu skólastofnananna, þ.e. leik og grunnskólans með það að markmiði að styrkja innra starf þeirra beggja, til lengri tíma litið. 
  • Sveitarfélagið fjárfesti á árinu 2024 í sjö einingum íbúðarhúsnæðis á Kirkjubæjarklaustri, ásamt Brák íbúðafélagi. Var hlutur Skaftárhrepps í þeirri fjárfestingu 38.814.000 krónur.
  • Fjárfestingar undanfarin tvö ár hafa í öllu verið hugsaðar með bættan hag samfélagsins í huga og þá ekki hvað síst upprennandi kynslóða. 

 

Hér má sjá ársreikning ársins 2024

Hér má sjá sundurliðun á ársreikningi 2024