Til hamingju Ólafía Jakobsdóttir
			
					02.01.2022			
	
	Það er gleðileg fyrsta fréttin okkar árið 2022. Ólafía Jakobsdóttir á Hörgslandi, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs og fyrrverandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, fékk fálkaorðu forseta Íslands. Við óskum Ólafíu innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði.