Yfirlit frétta

Helsingjarnir voru frelsinu fegnir

Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað að taka þátt í rannsóknum á varpi og fjölgun helsingja í Skaftárhreppi. Sveitarstjórin keypti gps tæki á einn fugl sem fékk nafnið Laki.

Íslenskunámskeið í fjarkennslu/online

Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021 Skráning á www.fraedslunet.is Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu. Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis .

Húsnæðisstuðningur 15 - 17 ára

Foreldrar 15 – 17 ára barna sem hafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi eru minntir á að skila þarf inn nýrri umsókn í upphafi skólaárs.

Kosið um sameiningu 25. sept. 2021

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021. Alla upplýsingar um sameiningarmál verða settar inn á vefinn svsudurland.is. Þar eru ýmsar upplýsingar um sveitarfélögin fimm og gögn frá vinnufundum starfshópa.

Hestaþing og firmakeppni Kóps 23. og 24. júlí 2021

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 23.júlí nk. kl. 19:00. Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 24.júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Fundur Sveitarstjórnar Skaftárhrepps 15. júlí 2021 - beint streymi vefslóð

Fundarboð: 464. fundur Sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn í fundaraðstöðu Kirkjubæjarstofu þekkingarseturs Klausturvegi 4, 2. hæð fimmtudaginn 15. júlí 2021, kl. 15:00.

Strandblakvöllur á Kirkjubæjarklaustri

Enn bætist við skemmtilegheitin á Klaustri. Fyrir utan Íþróttamiðstöðina er kominn strandblakvöllur sem er opinn öllum sem vilja.

Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið - umsagnarfrestur til 15. ágúst nk.

Sumarlokun skrifstofu Skaftárhrepps

Lokað verður frá 19. júlí - 9 ágúst 2021 á Skrifstofu Skaftárhrepps