Einkunnarorð Skaftárhrepps:
Sjálfbærar borgi og samfélög. Fólki var umhugað um að samfélagið verði byggt upp þannig að það ekki sé gengið á auðlindir og að flokkun og endurvinnsla sorps verði sem best. Í vinnu við nýtt aðalskipulag verði ávallt haft í huga að gæta að náttúru, menningarminjum og náttúruvættum í umhverfi okkar. Skaftárhreppur mun vinna að þessu markmiði í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð og Kötlu jarðvang.
Aðgerðir í loftslagsmálum. Skaftárhreppur er mjög stór og þar er kjörið land til skógræktar sem er mikilvæg leið til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Einnig vill Skaftárhreppur vinna að því að hér verði losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki og beita sér fyrir því að nýta endurvinnanlega orkugjafa.
Hér má sjá nokkur verkefni sem verið er að vinna á Íslandi þar sem markmiðið er sjálfbærni