Sjálfbærni

Einkunnarorð Skaftárhrepps:

  • Virðing. Að við berum virðingu fyrir mismunandi skoðunum og hvert fyrir öðru, hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Það er líka mikilvægt að bera virðingu fyrir náttúrunni og þeim auðlindum sem við eigum.
  • Jákvæðni. Það verður allt léttara ef við erum jákvæð. Það segir ekki að allt sé í himnalagi en við getum tekist á við að leysa vandamál með jákvæðum huga og njóta þess sem vel er gert.
  • Samstaða er mikilvæg og þar komu mörg önnur orð sem hafa svipaða merkingu eins og samvinna, samhygð og samheldni sem sýndu að þeir sem komu að vinnunni töldu mjög mikilvægt að íbúar vinni saman.
  • Sjálfbærni merkir að við viljum styðja við sjálfbæra þróun atvinnulífs og vera rammi fyrir samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að vaxa og dafna.

Sjálfbærar borgi og samfélög. Fólki var umhugað um að samfélagið verði byggt upp þannig að það ekki sé gengið á auðlindir og að flokkun og endurvinnsla sorps verði sem best. Í vinnu við nýtt aðalskipulag verði ávallt haft í huga að gæta að náttúru, menningarminjum og náttúruvættum í umhverfi okkar. Skaftárhreppur mun vinna að þessu markmiði í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð og Kötlu jarðvang.

Aðgerðir í loftslagsmálum. Skaftárhreppur er mjög stór og þar er kjörið land til skógræktar sem er mikilvæg leið til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Einnig vill Skaftárhreppur vinna að því að hér verði losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki og beita sér fyrir því að nýta endurvinnanlega orkugjafa.

Hér má sjá nokkur verkefni sem verið er að vinna á Íslandi þar sem markmiðið er sjálfbærni