Á fundum þar sem íbúar Skaftárhrepps komu saman og völdu sér gildi sem þeir vildu vinna að og vinna eftir kom fram að fólki þætti mikilvægt að íbúarnir stæðu saman, hjálpuðu hver öðrum. Sameinuð værum við sterkari. Nokkur orð komu fyrir sem merkja svipað: Samheldni, samvinna, samhygð og samstaða. Samstaða var valið sem eitt af þeim fjórum gildum sem íbúar vildu að einkenndi líf og starf í Skaftárhreppi.
En hvað er gildi?
Það skiptir miklu máli fyrir sveitarfélag að gildi (values) íbúa og þeirra sem stjórna séu svipuð eða í takt. Gildi eru víðtækt siðferðilegt hugtak um verðmæti sem bæta samfélög og einstaklinga. Gildi geta t.d. tekið mið af trú og hefðum. Þau geta verið hugmyndir eða hugtök en viðmið eru reglur eða vísbendingar um æskilega hegðun. Viðmiðin eru breytileg á milli samfélaga, hópa og tíma. Þau endurspegla verðmætamat/gildi samfélagsins. Viðmið spretta af gildunum, gildin eru hugmyndirnar en viðmiðin reglurnar sem leiða af hugmyndunum.
Gildi geta verið grunngildi í samfélaginu eða vonargildi, eitthvað sem við viljum að setji svip sinn á samfélagið. Þessi gildi voru valin í Skaftárhreppi sem grunngildi samfélagsins:
Heimsmarkmiðin eru gildi Sameinuðu þjóðanna. Sum þeirra eru virt önnur ekki. Sum eru því grunngildi en önnur aðeins vonargildi. Það er mjög áhugavert að kynna sér Heimsmarkmiðin og velta fyrir sér hvar við erum að þeirri vegferð á þessi gildi verði grunngildi fyrir alla, í öllum samfélögum.