Jákvæðni

Með jákvæðni að leiðarljósi byggjum við upp samfélag þar sem íbúar og gestir eru ánægðir. Að takast á við breytingar og verkefni dagsins af jákvæðni er mikilvægt í framtíðar samfélagi Skaftárhrepps.

Það er hverjum í sjálfsvald sett hvort og hvernig hann tileinkar sér gildi samfélagsins en það má nokkuð ljóst vera að jákvæðni gerir lífið léttara. Hvort jákvæðni er grunngildi eða vonargildi í Skaftárhreppi verður hver að meta fyrir sig.

  • Virðing. Að við berum virðingu fyrir mismunandi skoðunum og hvert fyrir öðru, hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Það er líka mikilvægt að bera virðingu fyrir náttúrunni og þeim auðlindum sem við eigum.
  • Jákvæðni. Það verður allt léttara ef við erum jákvæð. Það segir ekki að allt sé í himnalagi en við getum tekist á við að leysa vandamál með jákvæðum huga og njóta þess sem vel er gert.
  • Samstaða er mikilvæg og þar komu mörg önnur orð sem hafa svipaða merkingu eins og samvinna, samhygð og samheldni sem sýndu að þeir sem komu að vinnunni töldu mjög mikilvægt að íbúar vinni saman.
  • Sjálfbærni merkir að við viljum styðja við sjálfbæra þróun atvinnulífs og vera rammi fyrir samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að vaxa og dafna.

 

Ef smellt er á myndina hér fyrir neðan er farið inn á vefinn um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðnanna. Eru íbúar Skafárhrepps hvattir til að gera það. Vonandi getur orðið framhald á vinnu með heimsmarkmiðin í Skaftárhreppi á næstu árum.

hjolid