Með jákvæðni að leiðarljósi byggjum við upp samfélag þar sem íbúar og gestir eru ánægðir. Að takast á við breytingar og verkefni dagsins af jákvæðni er mikilvægt í framtíðar samfélagi Skaftárhrepps.
Það er hverjum í sjálfsvald sett hvort og hvernig hann tileinkar sér gildi samfélagsins en það má nokkuð ljóst vera að jákvæðni gerir lífið léttara. Hvort jákvæðni er grunngildi eða vonargildi í Skaftárhreppi verður hver að meta fyrir sig.
Ef smellt er á myndina hér fyrir neðan er farið inn á vefinn um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðnanna. Eru íbúar Skafárhrepps hvattir til að gera það. Vonandi getur orðið framhald á vinnu með heimsmarkmiðin í Skaftárhreppi á næstu árum.
