Fréttir

Ólafía hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson veitti í dag, á degi íslenskrar náttúru, Ólafíu Jakobsdóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent.

Skaftárhlaup úr báðum kötlum

Hlaup hófst úr vestari katlinum í Skaftárjökli í byrjun september og náði hlaupið hámarki 2. september. Nú er hafið hlaup úr eystri katlinum og er hætta á að það verði mun stræra en hitt semvar að ljúka. Mikið vatn er í ám og því líklegt að Skaftá verði mjög vatnsmikil. Einnig þurfa menn að vara sig á að gasmengun getur fylgt Skaftárhlaupum.

Kaffihúsið lokar yfir veturinn

Síðasti séns til að ná sér í kaffibolla og tertu hjá Eyrúnu á Fossi á Síðu er föstudaginn 27. ágúst 2021. Kaffihúsið lokar í vetur en vonandi opnar það aftur þegar fer að vora. (Allar ljósm. LM)

Rafmagnsævintýrið á Klaustri

Listatvíeykið Yotta Zetta opnar sýninguna Rafstöðvarævintýrið þann 17. júní 2021 kl. 16-19 á neðri hæð Gistihússins sem stendur hjá Systrafossi á Kirkjubæjarklaustri. Tvíeykinu Yotta Zetta, þeim Ólöfu Benediktsdóttur og Rán Jónsdóttur, eru mjög hugleikin þau straumhvörf sem urðu í lifnaðarháttum á Íslandi með tilkomu rafmagnsins. Aðgangur er ókeypis en boðið verður upp á léttar veitinga

Ástarbrautin fékk styrk

Skaftárhreppur fékk 6,61 miljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til að lagfæra gönguleiðina Ástarbrautina á Kirkjubæjarklaustri

Ævintýri á Suðurlandi

Á Suðurlandi hefur verið byggð upp mikil ferðaþjónusta síðustu ár. Margskonar ævintýri í boði.

Nýtt kaffihús

Það er komið kaffihús á Fossi á Síðu. Kaffihúsið mun auglýsa opnun síðar.