Yfirlit frétta

Húsnæðisstuðningur 15 - 17 ára

Foreldrar 15 – 17 ára barna sem hafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi eru minntir á að skila þarf inn nýrri umsókn í upphafi skólaárs.

Kosið um sameiningu 25. sept. 2021

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021. Alla upplýsingar um sameiningarmál verða settar inn á vefinn svsudurland.is. Þar eru ýmsar upplýsingar um sveitarfélögin fimm og gögn frá vinnufundum starfshópa.

Hestaþing og firmakeppni Kóps 23. og 24. júlí 2021

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 23.júlí nk. kl. 19:00. Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 24.júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Fundur Sveitarstjórnar Skaftárhrepps 15. júlí 2021 - beint streymi vefslóð

Fundarboð: 464. fundur Sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn í fundaraðstöðu Kirkjubæjarstofu þekkingarseturs Klausturvegi 4, 2. hæð fimmtudaginn 15. júlí 2021, kl. 15:00.

Strandblakvöllur á Kirkjubæjarklaustri

Enn bætist við skemmtilegheitin á Klaustri. Fyrir utan Íþróttamiðstöðina er kominn strandblakvöllur sem er opinn öllum sem vilja.

Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið - umsagnarfrestur til 15. ágúst nk.

Sumarlokun skrifstofu Skaftárhrepps

Lokað verður frá 19. júlí - 9 ágúst 2021 á Skrifstofu Skaftárhrepps

Sameining sveitarfélaganna

Í Kjarnanum 1. júlí 2021 er fjallað ítarlega um sameiningu sveitarfélagnna fimm sem eru í V-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Kosið verður um sameiningu samhliða alþingiskosningum haustið 2021.

Íþróttamaður USVS æfir fyrir heimsmeistaramót

Svanhildur Guðbrandsdóttir var valin Íþróttamaður ársins hjá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu árið 2020. Svanhildur hefur stundað hestamennsku frá fæðingu. Henni hefur gengið vel og var með hæstu einkunn yfir landið í knapamerkjunum 2019 og var valin efnilegasti íþróttamaður USVS árið 2012 og hún hefur staðið undir þeim titli. Nánari fréttir af ársþingi USVS má sjá á USVS.is

Rafmagnsævintýrið -opnunartími

Opið 26. júní 2021 kl 13 -16, Laugardaginn 3. júlí 13 -18, Sunnudaginn 4. júlí 13 -16, Laugardaginn 17. júlí 13 - 18, Sunnudaginn 18. júlí 13 - 16 Opnunartími um helgina á sýningunni Rafmagnsævintýrið verður sem hér segir: Föstudaginn 18. júní 13 -18, laugardaginn 19. júní 13 - 18, sunnudaginn 20 júní 13 - 16. Myndirnar eru til sölu. Sýningin er í Gistihúsinu (þar sem Kirkjubæjarstofa var) beint á móti Systrafossi á Kirkjubæjarklaustri. Allir velkomnir