Yfirlit frétta

Frítt í sund

Íþróttamiðstöðin á Kirkjubæjarklaustri býður frítt í sund miðvikudaginn 12. maí 2021 vegna þess að það er Kötlu jarðvangsvika 10. - 16. maí 2021. Free access to the Swimming Pool The Sports center offers free entrance to the Swimming Pool, 12th of Mai 2021, Wednesday. The occacion is the Katla geoparks week 10th to 16th of Mai 2021.

462. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 12. maí kl. 15:00 - Útsending vefslóð

Tannlæknirinn í maí 2021

Sonja Rut Jónsdóttir tannlæknir verður á Heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri 12.-15. maí 2021

Viltu taka þátt í Kötlu jarðvangsviku?

Fögnum saman - Katla jarðvangsvika 10– 16.maí 2021 Hægt að vera með tilboð, afslátt, fræðslu eða kynningu, uppákomur, gönguferðir eða hvað sem er. Allt auglýst sameiginlega í dagskrá Jarðvangsvikunnar. Vinsamlega hafa samband 893-2115 / framtid@klaustur.is Celebrate the annual Geopark Week with us Plan an event, an offer, a celebration, concert, hike or share your favorite story with us Contact framtid@klaustur.is / 893-2115

Takk fyrir okkur - Baldvin Z

Kæru íbúar Kirkjubæjarklausturs, og nágrennis. Við þökkum kærlega fyrir okkur, tökur gengu vel, allir glaðir og kátir hjá okkur með þessa daga. Velvild og lausnir voru það sem standa uppúr eftir veru okkar í þessu fallega bæjarfélagi. Fyrir hönd Glassriver framleiðslufyrirtækis. Baldvin Z - leikstjóri.

Tvö tilboð bárust í byggingu gestastofunnar

Húsheild ehf í Mývatnssveit átti lægra tilboðið í byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, tilboðið er 639,8 milljónir króna og var 13,6% yfir kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins, sem er á 563,1 milljónir króna. Ístak hf bauð einnig í verkið og var tilboð félagsins upp á 793,2 milljónir króna. Í opnunarskýrslu frá Ríkiskaupum segir að hún feli ekki í sér niðurstöðu útboðs, endanlegt val geti ráðist af fleiri valforsendum samkvæmt útboðsgögnum.

Opnunartími gámavallar

Opið alla daga fyrir skil á heimilissorpi. Hægt er að ganga inn á gámavöllinn eða skila í endurvinnslubarinn. Gámavöllurinn allur er opinn og vaktmaður sem aðstoðar við flokkun: Þriðjudaga 10 til 14 Fimmtudaga 14 til 18 Laugardaga 10 til 14