Snjallleiðsagnir og ratleikir

Snjallleiðsagnir og ratleik um Kirkjubæjarklaustur og nágrenni má nálgast í gegnum smáforritið Locatify Smartguide í gegnum App Store eða Google play. Forritið er gjaldfrjálst. Leiðsagnanna er einnig hægt að njóta heima í stofu.

Klausturstígur
Um 20 km löng gönguleið þar sem jarðfræði, landmótun og saga Kirkjubæjarklausturs og nágrennis er rakin.
Gönguleiðabæklingur með ítarlegum upplýsingum um Klausturstíginn fæst í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri.

Skaftáreldar 1783-1784
Upplifðu Skaftáreldana með lifandi snjallleiðsögn. Leiðsögn með 26 stuttum frásögnum um Skaftáreldana, móðuharðindin og afleiðingar þeirra í Skaftárhreppi. Mælt er með stuttmyndinni Eldmessu sem sýnd er í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri áður en haldið er af stað.

Ratleikur um Klaustur
Fjölskylduvænn og skemmtilegur ratleikur á Kirkjubæjarklaustri. Hvers vegna sungu nunnurnar í Sönghelli? Hvers konar á er Skaftá? Svörin ásamt fleiri upplýsingum er að finna í ratleiknum sem tekur um 1 klst.
Upphafspunktur: Skaftárstofa – upplýsingamiðstöðin á Kirkjubæjarklaustri