Hótel Klaustur

Hótel Klaustur

Hótelið er staðsett fjarri skarkala borgarinnar og í kyrrlátri sveitadýrðinni umkringt mikilli náttúrufegurð. Að sitja á sólpallinum og blanda geði við aðra gesti, með fjöll og jökla til allra átta er einstök upplifun, en útsýnið er stórbrotið frá hótelinu. Kirikjubæjarklaustur er þekkt fyrir gott veðurfar að sumri til. Á pallinum er hægt að njóta fyrsta flokks veitinga, eins og Klaustursbleikjunnar sem framreidd er á ýmsan máta en veitingastaður hótelsins er notalegur og rúmar allt að 150 manns í sæti. Hótelbarinn er ný-endurnýjaður og gestir njóta þess að fá sér drykk og með því fyrir eða eftir mat.

Herbergin

Á hótelinu eru 57 fallega innréttuð herbergi í skandinavískum stíl og stendur val gesta á milli þriggja herbergjategunda. Standard herbergin hafa allt upp á að bjóða sem ætlast er til í grunninn og eru ýmist með tveimur einstaklingsrúmum eða hjónarúmi. Superior herbergin eru rúmgóð og björt, með flatskjá og ýmist baðkari eða sturtu. Svítan okkar er stór og björt með stóru rúmi og bæði baðkari og sturtu, flatskjá og þægilegri setustofu.

Klausturvegi 6
880 Kirkjubæjarklaustur


Beinn sími: +354 487 4900