Tröllshylur

Tröllshylur at Grenlækur river was once the course of the Skaftá river. Around Grenlækur are extensive marshes with varied nature and abundant birdlife. Grenlækur and the adjacent area are listed site.


Tröllshylur við Grenlæk, sunnarlega í Landbroti, er sérkennilegt náttúrufyrirbrigði í fornum farvegi Skaftár. Í nágrenni Grenlækjar eru víðáttumikil flæðiengi, auðugt lífríki og mikið fuglalíf. Grenlækur og nágrenni eru á náttúruminjaskrá.