The second largest lava flow in Icelandic history, Skaftáreldahraun, ran from the craters at Laki. From the western part of the crater row the lava flowed down the course of the river Skaftá and spread out over the low-lying area between the Kúðafljót river and the eastern branch of Skaftá. This lava flow is called Eldhraun. From the eastern part of the crater row, the lava ran down the Hverfisfljót river and spread over the Brunasandur sand plain.
The catastrophe caused by the Laki Fires was the greatest to befall Iceland in recent centuries. It's cubic measure is approximately 16 km3 and the square measure around 580 km2. At its peak, it covered about a quarter of the earth’s surface, or all land north of the 30° latitudinal line. It has been argued that the French revolution began with the Laki Fires because of the enormous influence the mist had on the climate and farming in Europe.
Skaftárelda lava is classified as pahoehoe and there are a known number of lava caves in the lava. Woolly fringe moss covers the lava and gives gray color in dry periods and green when it rains. Rapidly increasing tourism in Iceland has intensifiel this kind og stain on the moss heath, emphasising the importance og following marked hiking trails at all times.
Skaftáreldahraun er annað af tveimur stærstu hraungosum sem runnið hafa á jörðinni á sögulegum tíma. Hraunið rann úr Lakagígum árið 1783 þá opnaðist 25 km löng gossprunga. Frá vesturhluta gíganna flæddi hraun niður farveg Skaftár og breiddist út á láglendið milli Kúðafljóts og eystri kvísla Skaftár. Þessi kvísl nefnist Eldhraun. Frá austurhluta gígjaraðarinnar rann hraunið niður farveg Hverfisfljóts, breiddist út á Brunasandi og kallast Brunahraun.
Hörmungarnar sem fylgdu Skaftáreldum eru þær mestu sem hafa dunið yfir Íslendinga á síðari öldum. Á þeim átta mánuðum sem gosið stóð yfir kom upp um 12 km3 af
basaltkviku á yfirborðið og þekur um 565 km2 lands eða um hálft prósent af flatarmáli Íslands. Brennisteinsmóða og fíngerð aska dreifðist um allt norðurhvel jarðar og hafði mikil áhrif á umhverfi og veðurfar. Því hefur verið haldið fram að franska byltingin hafi í raun átt sér upphaf í Skaftáreldum vegna þeirra miklu áhrifa sem móðan hafði á veðurfar og akuryrkju í Evrópu á þessum tíma.
Skaftáreldahraun er flokkað sem helluhraun og eru þekktir fjöldi hraunhella í hrauninu. Víðast hvar myndar þykkur gamburmosi samfellt lag yfir hraunið sem gefur því gráan lit í þurrkum, en fallega grænt eftir rigningar. Fjölgun ferðamanna hefur snaraukið álag á mosann og því er brýnt að að fylgja skipulögðum göngustígum um hraunið.