Prestsbakki has been an ecclesiastical site since 1859, when church activities at Kirkjubæjarklaustur ceased. The Rev. Jón Steingrímsson (1728-91), know as the ,,Fire Priest", lived at Prestsbakki. The church at Prestsbakki contains many interesting objects.
Byggingarár 1859. Hönnuður Hans Heinrich Schütte arkitekt og byggingarmeistari. Kirkjan var friðuð 1990. Prestbakkakirkja er timburkirkja klædd bárujárni og tekur um 220 manns í sæti. Kirkjan var konungseign og greiddi Friðrik VII fyrir smíði hennar. Yfir kirkjudyrunum er fangamark Friðriks VII. Í kirkjunni er skírnarsár gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara og á honum myndir sem vísa til eldmessudagsins 1783. Altaristaflan í kirkjunni er eftir Anker Lund. Kirkjan var listilega skreytt og máluð árið 1910 af Einari Jónssyni listmálara og sú vinna lagfærð af Grétu og Jóni Björnssyni á aldarafmæli kirkjunni.