Núpsstaðarskógar

Núpsstaðarskógar (Núpsstaður Woods) is the name of low-growing copse on the slopes of Mt. Eystrafjall, west of Skeiðarárjökull glacier and south of Grænalón. An unmarked and rough track runs to the woodland area from the east of Lómagnúpur ( road 1) via Núpsvötn. Only accessable with special vechicles!


Núpsstaðarskógar eru sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Þarna er margt að sjá og landslag á svæðinu er víða mikilúðlegt og verður minnisstætt þeim sem á annað borð leggja á sig ferð þangað. Til fróðleiks má geta þess að í Núpsstaðarskógum gekk úti villifé á 19. öld.

Vestast á Skeiðarársandi má síðan sjá Núpsvötn sem verða til úr bergvatnsánni Núpsá annars vegar og jökulánni Súlu hins vegar. Súla kemur undan jaðri Skeiðarársjökuls við hornið á Eystrafjalli. Árnar falla í einn farveg nokkru fyrir ofan brúna yfir Núpsvötn. Þegar þjóðvegurinn var lagður yfir sandana árið 1974 voru báðar árnar heftar með varnargörðum. Fyrri hluta 20. aldar voru Súluhlaup úr Grænalóni mjög stór eða um 5-10 þúsund m³/sek en þegar Grænalón tæmdist lækkaði vatnsborðið um 150-200 m. Núorðið lækkar vatnsborðið aðeins um 20 m og vatnsmagnið nær hámarki í u.þ.b. 2000 m³/sek. Súla rennur ekki lengur í Núpsvötnin.

Að Núpsstaðarskógum liggur ógreiðfær slóði austan við Núpsvötnin. Ekki þarf að fara yfir ár eftir að áin Súla færðist og rennur nú í Sandgígjukvísl á Skeiðarársandi.

Allt land Núpsstaðar er á náttúruminjaskrá.