Langisjór

Langisjór is the largest pure mountain lake in Iceland. It is situated in a picturesque landscape between the mountains Tungnárfjöll and Fögrufjöll at the end of the mountain track F-235. Long hyaloclastite ridges are typical features in the area, and unique to Iceland. The hyaloclastite ridges formed in eruptions below Ice Age glaciers. Lake Langisjór is a long mountain lake between two ridges at the margin of Vatnajökull glacier. The lake is 20 km long, up to 2 km wide and has been measured 73.5 m deep. Farmers from the lowland region discovered Langisjór in 1878 while searching for sheep. Please remember to protect the moss, walk on the existing paths and do not put up your tent on the moss.

Map and hiking trails


Langisjór er stöðuvatn sem er 20 km langt og nær á sumum stöðum 2 km breidd. Vatnið er suðvestan Vatnajökuls milli Tungnárfjalla og Fögrufjalla í fallegu og sérkennilegu umhverfi. Flatarmál þess er 27 km², mesta dýpi þess nær 75 m og vatnsborðið er í 670 metrum yfir sjávarmáli. Fjallasýn við vatnið er stórfengleg en sunnan við Langasjó má sjá Sveinstind en austan við hann eru Fögrufjöll. Þau ganga víða með þverhníptum klettahöfðum fram í Langasjó en vatnið er meðal tærustu fjallavatna á Íslandi. Margar eyjar eru í vatninu og landslag er stórbrotið.

Afrennsli Langasjávar er um Útfall, rúma 3 km frá innri vatnsendanum. Þar fellur það í fossi til Skaftár sem nærir lífmikil vötn, ár og votlendi Skaftárhrepps. Nafn sitt dregur vatnið af lengdinni, 20 km, en umhverfi þess er þannig háttað að hvergi sér að vatninu fyrr en komið er að því. Svo gott sem allt umhverfi vatnsins er gróðurlaus auðn og engar heimildir geta um vatnið fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Langisjór er dýrmæt náttúruperla á hálendi Íslands enda óvenjuleg landslagsfegurð á ósnortnu víðerni.

Þjónustuhús og tjaldsvæði á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs er við suðurenda Langasjávar, stutt frá Sveinstindi og eru nokkrar mislangar gönguleiðir þar í kring. Þeir sem hugsa sér að ganga kringum Langasjó eru vinsamlega beðnir um að hlífa gróðrinum á svæðinu eftir fremsta megni, aðeins að ganga á þeim stígum sem fyrir eru og tjalda ekki á mosagróðrinum, frekar á vikrinum sem jafnar sig fyrr eftir átroðning. 

Kort og gönguleiðir