Lakagígar

Lakagígar is a magnificent 25 km long row of craters in Síðumannaafréttur which erupted in 1783. It is by the road F 206, only suitable for 4x4 vehicles. Lakagígar is a part of the Vatnajökull National Park. Laki mountain is in the middle of the crater row and there is excellent views of the crater.

From the western part of the crater row the lava flowed down the course of the river Skaftá and spread out over the low-lying area between the Kúðafljót river and the eastern branch of Skaftá. This lava flow is called Eldhraun. From the eastern part of the crater row the lava ran down the Hverfisfljót river and spread over the Brunasandur sand plain.

The catastrophe caused by the Laki Fires was the greatest to befall Iceland in recent centuries. Toxic ash spread over most of the country and a volcanic mist poisoned the air. Sulphurous mist and fine ash from the Laki eruption drifted over the northern hemisphere and had considerable impact on the environment and climate. On June 24th 1783, the haze was at its densest all over Europe. By the beginning of July, it had spread to Russia, Siberia and China. At its peak, it covered about a quarter of the earth's surface, or all land north of the 30° latitudinal line. It has been argued that the French revolution began with the Laki Fires because of the enormous influence the mist had on the climate and farming in Europe.

The road to the Laki craters (F 206) leaves the main road (road nr. 1) by the farm Hunkubakkar, just south of Kirkjubæjarklaustur. Distance is about 50 km, but traveling time should be estimated about 2 hrs, one way. In Laki, as elsewhere, driving off-road is totally banned by law and please only walk on the marked an posted path around the Laki  crater row. For further information please contact Skaftárstofa visitor center at Kirkjubæjarklaustur (klaustur at vjp.is).

Map and Hiking Trail


Í Vatnajökulsþjóðgarði, í Vestur-Skaftafellssýslu í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur, eru hinir frægu og sögulegu Lakagígar.

Lakagígar eru stórfengleg 25 km löng gígaröð á Síðumannaafrétti. Liggur hún frá móbergsfjallinu Hnútu, til norðausturs í gegnum fjallið Laka, sem er 818 metra yfir sjávarmáli, og endar í Vatnajökli. Laki stendur nokkurn veginn í miðri gígaröðinni og af honum er frábært útsýni yfir gígaröðina og landslag afréttarins. Það er óhætt að segja að útsýni yfir svæðið sé einstakt bæði vegna sérstæðrar náttúrunnar og vegna þeirrar sögu sem fylgir gígunum.

Lakagígar teljast til merkilegra jarðfræðiminja á heimsvísu. Þann 8. júní árið 1783 hófst eitt mesta hraungos sem orðið hefur á jörðinni á sögulegum tímum og olli einum mestu harðindum Íslandssögunnar. Hraunflóðið féll um farveg Skaftár, fyllti Skaftárgljúfur sem talið var um 200 metra djúpt og breiddist síðan út yfir láglendið á Síðu og yfir nokkra bæi, Hraunálma sem rann austur með Síðufjöllum, stöðvaðist þar sem nú heitir Eldmessutangi rúmlega mánuði síðar, eða þann 20. júlí. Hraungosinu lauk þó ekki þarna því aðeins rúmri viku seinna, þann 29. júlí 1783, hófst gosvirknin aftur og þá opnaðist gossprunga norð-austur af Laka. Hraunflóðið féll í farveg Hverfisfljóts, fyllti gljúfur þess og breiddist síðan út yfir Fljótshverfi. Gosið hélt áfram fram í október en þá fór að draga úr því. Gosinu lauk í febrúar árið eftir, eða 1784. Þetta er talið eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi síðan sögur hófust. 

Í gosinu kom upp mjög mikil gjóska og barst aska um stóran hluta landsins þó öskulag hafi hvergi orðið verulega þykkt. Í kjölfar gossins urðu mikil harðindi á Íslandi sem nefnast Móðuharðindin. Af þessum sökum varð hungursneyð á Íslandi á árunum 1783-1786 og fækkaði fólki um 20%. Þá er talið að um 82% sauðfjár, 53% nautgripa og 77% hrossa hafi fallið í kjölfarið. Aska og súrt regn frá gosinu barst þó mun víðar en aðeins um Ísland því hennar varð vart á meginlandi Evrópu og barst um allt norðurhvel jarðar.

Lakagígaröðin er um 25 km að lengd en Skaftáreldahraun er talið vera um 565 km2 og rúmmál þess um 12 km3. Lengd þess er talin vera um 60 km en það er óhætt að segja að tölur þessar gefi litla og óljósa mynd af því gífurlega magni af hrauni sem þarna rann. Stórkostleg saga og fagurt landslag einkenna Síðuafrétt. Flestir Lakagíga eru í dag huldir grámosa en þess má geta að gjall er laust, molnar fljótt og mosinn er mjög viðkvæmur. Þannig hverfa för úr honum mjög seint og því ber að fara eftir umgengnisreglum, fylgja einungis merktum gönguleiðum, nota áningaaðstöðu við Laka og Tjarnagíg og aka ekki út fyrir vegi. Ferðamenn eru því hvattir til þess að leita sér upplýsinga áður en haldið er inn á svæðið.