Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar

The chapel at Kirkjubæjarklaustur was consecrated in 1974. It was built in the memory of reverend Jón Steingrímsson, fire cleric (1728-1791). He said the famous Eldmessa (Fire Mass) on July 20, 1783 in the church in Klaustur. Many believe that the Eldmessa stopped the stream of the lava that threatened habitation at the time. The place where the stream of lava stopped is now called Eldmessutangi and is to the west of Systrastapi, but the chapel is situated a little to the east of the old church site. The old cemetery in Kirkjubæjarklaustur was fenced in with a concrete wall. There are a few gravestones in the cemetery, among them one at the grave of reverend Jón Steingrímsson and his wife Þórunn. 


Kapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð árið 1974 en hún var byggð í minningu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728-1791). Hann söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783 í kirkjunni á Klaustri. Telja margir að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni. Staðurinn þar sem hraunstraumurinn stoppaði heitir nú Eldmessutangi og er vestan Systrastapa en kapellan stendur skammt austan við hinn gamla kirkjustað. Kirkja stóð á Kirkjubæjarklaustri til ársins 1859 þegar ákveðið var að flytja kirkjuna, vegna uppblásturs, að prestssetrinu að Prestsbakka. Gamli kirkjugarðurinn á Kirkjubæjarklaustri var girtur af með steyptum garði. Í garðinum eru nokkrir legsteinar, m.a. einn á gröf séra Jóns Steingrímssonar og Þórunnar konu hans. Einnig má þar sjá tóft gömlu kirkjunnar þar sem Eldmessan var sungin.