Grafarkirkja

Gröf is the location of a church at Skaftártunga. Around the churchyard is a fine rock wall cunstructed in 1982.


Bær í Skaftártungu og kirkjustaður frá 1896 er Ása- og Búlandssóknir voru sameinaðar í eina sókn, með kirkju í Gröf. Kirkjunni er þjónað frá Ásum. Hún var endurbyggð frá grunni árið 1931. Kirkjan tekur um 100 manns í stæti. Í heni eru m.a. tvær kirkjuklukkur, önnur frá 1731 en hin frá 1744. Umhverfis kirkjugarð er einstaklega vel hlaðinn garður sem vekur athygli þeirra sem heimskækja staðinn. Garðinn hlóðu Sæmundur og Sumarliði Björnssynir og Sigfús Sigurjónsson og var verkinu lokið 1982.

(Ljósm. IH)