Eldgjá

In historical times there have been two enormous eruptions in the area. In 939 Katla erupted and threw ash over the surrounding countryside. A large fissure, Eldgjá, opened to the northeast. It is 75 km long, reaching almost to the Vatnajökull ice cap. Many sections of the fissure were volcanically active, although the southern section was most productive. This was undoubtedly the largest eruption in the history of Iceland.

The name Eldgjá is normally used for a part of the volcanic fissure, that part is about 8 km long, 600 m wide and up to 150 m deep. Eldgjá‘s main attraction is the waterfall Ófærufoss, located in a short walking distance from the area‘s car park.

Map and Hiking Trails


Eldgjá er talin tilheyra sama eldstöðvarkerfi og Katla. Árið 939 gaus Katla stórgosi og  mikil asku dreif yfir nágrennið. Norðaustur úr henni rifnaði upp mikil sprunga, Eldgjársprungan sem er um 75 km löng og nær næstum jökla á milli. Eldgjá er einstakt náttúrufyrirbæri og er í Vatnajökulsþjóðgarði.

Komið hafa fram kenningar um að afleiðingar gossins í Eldgjá hafi ekki síður gætt um víða veröld en gossins í Lakagígum. Samkvæmt nýlegum rannsóknum urðu á tíma gossins uppskerubrestir, pestir og hörmungar bæði í Evrópu og Miðausturlöndum. Jafnvel eru leiddar að því líkur að þetta gos hafi valdið meira tjóni en Lakagígagosið.

Fjallabaksleið nyrðri liggur um Eldgjá á milli Kirkjubæjarklausturs og Landmannalauga. Frá bílastæðinu í Eldgjá má ganga eftir botni gjárinnar að Ófærufossi í Nyrðri-Ófæru. Einnig liggur vegslóði upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrðri-Ófæru á vaði sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábært yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó, Fjallabak og Síðuafrétt með Lakagígum.

Gönguleiðakort af svæðinu