Jötuninn í Lómagnúpi

Jötuninn stendur með járnstaf í hendi,
jafnan við Lómagnúp.
Kallar hann mig, kallar hann þig,
kuldaleg rödd og djúp.

Svo segir í ljóði Jóns Helgasonar, Áföngum, og vísar til þeirra atburða í Njálu þegar Flosi fékk sér blund undir hlíðum Lómagnúps á leið sinni til Bergþórshvols í Landeyjum þar sem hann vildi hefna Höskuldar Þráinssonar. Þeir menn sem Jötuninn nefndi voru allir feigir en þeir sem hann nefndi ekki, en voru með í för, lifðu af. Jötuninn er þarna forspár og vitur. Hann hefur staðið með járnstafinn í Lómagnúpi allt frá upphafi Íslandsbyggðar og er landvættur Suðurlands. Hann hefur fylgst með mönnum byggja landið og lenda í allskonar hrakningum í gegnum tíðina. Hann sér yfir allar sveitir og út á hafið, fylgist með öllu.

Skjaldarmerkið

 

Við hittum jötuninn að máli á björtum desemberdegi og báðum hann að segja okkur frá minnisstæðum atburðum. Fyrsta sem hann rifjaði upp var þegar gullskipið strandaði á Skeiðarársandi. Gefum jötninum í Lómagnúpi orðið

Lesa meira um Njálssögu og draum Flosa í Eldsveitir.is

Frásögnina skrifaði Lilja Magnúsdóttir. Lesarar Gunnar Jónsson og Sandra Brá Jóhannsdóttir

Vinir Vatnajökuls