Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða uppá mikið úrval dagsferða sem og lengri ferða um allt land. Ferðir Íslenskra Fjallaleiðsögumanna henta breiðum hópi fólks, allt frá fjölskyldufólki til stærri hópa og einstaklinga. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa boðið íslenskum sem erlendum ferðamönnum uppá margverðlaunaðar jöklagöngur frá árinu 1994. Jöklagöngurnar eru framkvæmdar bæði á Sólheimajökli allan ársins hring og Svínafellsjökli. Útibú Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Skaftafelli er opið allan ársins hring.
Auk jöklagangna og ísklifurs bjóða Íslenskir Fjallaleiðsögumenn einnig uppá reglulegar fjallgöngur á Eyjafjallajökul, Fimmvörðuháls, Hrútsfjallstinda og Hvannadalshnúk. Mikil áhersla er lögð á öryggi, gæði og umhverfið í öllum ferrðum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og sést það einna helst á þeim verðlaunum sem fyrirtækið hefur hlotið í gegnum árin.
Vefsíða: www.fjallaleidsogumenn.is
Netfang: fjallaleidsogumenn@fjallaleidsogumenn.is
Sími:
Skrifstofa: 587-9999 Fax 587-9996
Skaftafell: 894 2959
Skógar: 8942956