Ferðafélag Ísland - Félag allra landsmanna

Ferðafélagið leggur sig fram um að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða um land allt. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins finna flestir eitthvað við sitt hæfi.

Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu.

  • Yfir sumartímann er skálagæsla í flestum skálum FÍ.
  • Yfir vetrartímann er skálum FÍ læst en hægt að nálgast lykla á skrifstofunni.
  • Gistingu í skála FÍ þarf að panta á skrifstofu FÍ á fi@fi.is eða í síma 568-2533.
  • Dýrahald í skálum er ekki leyfilegt

Allar nánari upplýsingar um ferðir Ferðafélags Ísland má finna á www.fi.is