Reglugerð fyrir Heilsuleikskólann Kærabæ

 

Reglugerð fyrir Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri


1.gr.
Fræðslunefnd Skaftárhrepps fer með málefni leikskólans skv. lögum um leikskóla nr. 90/2008.


2.gr
Leikskólastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri leikskólans og er faglegur stjórnandi hans.


3.gr
Leikskólinn er rekinn af Skaftárhreppi og er fyrir öll börn í hreppnum á aldrinum eins til fimm ára.
Börn utan Skaftárhrepps fá leikskólarými ef fyrir liggur samþykki frá sveitarfélagi því sem barnið á
lögheimili í, um greiðslu kostnaðarhluta sveitarfélagsins, og ef rými er fyrir hendi.


4.gr
Eitt leikskólarými er 40 stundir á viku. Hægt er að fá hluta af leikskólarými allt niður í 20 stundir á
viku að meðaltali. Þá er ætlast til að börnin hafi fyrirfram ákveðinn dvalartíma og nýti rýmið í a.m.k.
tvo til þrjá mánuði. Uppsagnarfrestur er einn mánuður.


5.gr
Leikskólagjöld eru ákveðin af sveitarstjórn að fengnum tillögum leikskólastjóra og fræðslunefndar.
Veittur er 30% systkinaafsláttur af leikskólagjöldum fyrir annað barn, 75% fyrir þriðja barn og 100%
fyrir fjórða barnið.
Veittur er 40 % afsláttur af leikskólagjöldum fyrir börn einstæða foreldra. Þjónustugjald fyrir hverjar
byrjaðar 15 mínutur sem barn dvelur umfram skráðan dvalartíma er skv. gjaldskrá.
Leikskólagjöld skulu greidd mánaðarlega eftirá og annast skrifstofa Skaftárhrepps innheimtu
þeirra. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við vísitölu neysluverðs og skal reiknuð út 1. janúar og
1. júlí ár hvert. Fullt fæðisgjald er fyrir eitt leikskólarými.


6.gr
Leikskólinn er lokaður í fimm vikur á hverju sumri, á tímabilinu 15. júní - 15 ágúst.
Í sumarleyfi barnanna eru leikskólagjöld felld niður, en ekki í öðrum leyfum s.s vetrarleyfum
foreldra.


7.gr
Reglugerð þessi er samþykkt á fundi hjá sveitarstjórn Skaftárhrepps þann 13. desember 2018.


F.h. sveitarstjórnar,
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri