Viltu verða landvörður?

Landvörður að störfum. (Ljósm. Benedikt Traustason)
Landvörður að störfum. (Ljósm. Benedikt Traustason)

Möguleikar á skemmtilegu sumarstarfi í heimabyggð – styrkur til að ná sér í landvarðarréttindi. – Umsóknarfrestur rennur út 30. nóvember.

Forsenda þess að vera ráðin til starfa er að vera orðin 18 ára og hafa gilt ökuskírteini. Þau sem hafa lokið landvarðanámskeiði og þannig öðlast rétt til að starfa sem landverðir ganga fyrir við ráðningar í störf landvarða. Undanfarin ár hefur framboð á réttindalandvörðum verið slíkt að nánast ómögulegt er að komast í slík störf nema hafa lokið námskeiði.

Námskeiðið er haldið í febrúar ár hvert og spannar um 110 kennslustundir sem raðast niður á kvöld og helgar í 4 vikur. Það er að mestu í fjarkennslu, en gert er ráð fyrir einni staðlotu, þar sem nemendur æfa sig í fræðslu, náttúrutúlkun o.fl. sem starfinu fylgir. Kostnaður við námskeiðið er í kringum 150.000 með öllu og er styrkhæft hjá mörgum starfsmenntunarsjóðum.

Digriklettur ehf, hefur boðist til að styrkja tvö ungmenni úr heimabyggð, sem langar til að ná sér í réttindi, til að starfa sem landverðir, með því að greiða námskeiðsgjöld þeirra.

Þeir sem vilja eiga möguleika á að njóta góðs af þessu frábæra framtaki Digrakletts þurfa að senda umsókn á fanney@vjp.is fyrir 1. desember nk.