Uppskeru- og þakkarhátíð 2021

Nýja brúin yfir Eldvatnið við Ása í Skaftártungu (Ljósm. Hasse)
Nýja brúin yfir Eldvatnið við Ása í Skaftártungu (Ljósm. Hasse)

Dagana 12. 13. og 14. nóvember verður Uppskeru- og þakkarhátíð 2021 í Skaftárhreppi.

Hátíðin verður sett föstudaginn 12. nóvember  á Kirkjubæjarstofu, þekkingarsetri,  Klausturvegi 4, klukkan 17:00, þar sem verður opið hús, myndlistarsýning, tónlist og veitingar.

Á laugardeginum ætlum við að taka hús á fólki í Skaftártungu og sá dagur endar í Tunguseli þar sem verða veitingar, tónlist og samvera. Þeir íbúar í Skaftártungu sem vilja bjóða heim, bjóða í gönguferð eða bjóða eitthvað góðgæti á hlaðborð í Tunguseli eru beðnir að hafa samband við kynningarfulltrúa, Lilju Magnúsdóttur kynning@klaustur.is

Á sunnudeginum ætlum við að heimsækja Álftaverið. Hittumst við Laufskálavörðu og ökum hvert á eftir öðru í Álftaver. Förum saman niður að Alviðruhamravita, skoðum fossa og fleira eftir því sem veður og færð leyfa. Þeir Álftveringar sem vilja sýna eitthvað eða bjóða heim eru beðnir að hafa samband við Lilju í kynning@klaustur.is. Hátíðin endar með samverustund í Þykkvabæjarklausturskirkju kl. 16:00

 

Ratleikur Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar og Kötlu jarðvangs,sem sló í gegn í fyrra, verður aftur í gangi í kringum Uppskeruhátíð í ár. Leikurinn felst í að fara á ýmsa staði innan Skaftárhrepps og leita að leyniorðum og límmiðum. Hægt er að taka þátt í þremur útfærslum: Litli-Latur en þá er farið á fjóra staði, Mið-Latur með átta staði og Stóri-Latur með alla tólf staðina. Þemað í ár eru fjárréttir. Allir staðirnir eru fjárréttir sem eru áhugaverðar eða eiga merkilega sögu. Sumar eru enn í notkun meðan aðrar hafa ekki verið notaðar lengi. Auglýst síðar.

 

Nánari dagskrá verður auglýst síðar á facebook síðu hátíðarinnar https://www.facebook.com/uppskeruhatid

 

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps