Tónlistarskólinn hefst 3. sept

Tónlistarskóli Skaftárhrepps er á neðri hæð heimavistarálmunnar við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Innange…
Tónlistarskóli Skaftárhrepps er á neðri hæð heimavistarálmunnar við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Innangengt er milli skólanna og börnum býðst að stunda nám á skólatíma ef þau eiga heima langt frá Klaustri. (Ljósm. LM)

Frá Tónlistarskóla Skaftárhrepps

Innritun er hafin fyrir komandi önn og hefst niðurröðun tíma eftir því sem umsóknir berast.

Kennsla hefst föstudaginn 3. sept. 2021.

Umsóknareyðublað

Best að skila rafrænt en má líka prenta út og skila til skólaritara.

  • Reynt verður að kenna nemendum sem koma lengra að og nýta skólaasktur, á skólatíma í samráði við skólastjóra og kennara grunnskólans. Ath. að nemendur sem fara úr tímum frá grunnskóla fá breytilega stundaskrá sem breytist á þriggja vikna fresti. Vinsamlega látið vita í umsókninni hvort nemendur mega fara úr kennslustundum í grunnskólanum til að fara í tónlistarskólann.
  • Aðalhljóðfærin sem kennt verður á í vetur eru píanó, gítar klassísk eða rafmagns, bassi, fiðla, selló, þverflauta, saxófónn, klarinett en einnig verður leiðbeint líka á harmoniku, ýmis blásturs og strengjahljóðfæri og jafnvel söng og slagverk, fyrir þá sem hafa áhuga. Skólinn á þó nokkuð safn af hljóðfærum sem hægt er að fá lánuð eða leigð, svo sem trompeta, básúnu, Ess-horn og baritonhorn, klarinett, þverflautu og saxófónn. Einnig selló og fiðlur í minni stærðum og auk þess klassíska gítara og harmonikur. Nánari upplýsingar m.a. um hljóðfærakost verða sendar forráðamönnum nemenda í tölvupósti.

 

Allar nánari upplýsingar á postfang tonlist@klaustur.is eða síma 690-4519

Kveðja, Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps