Tillaga að deiliskipulagi Klausturvegi 4 - athugasemdarfrestur til 30. júlí 2021

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Klausturveg 4.

Nýtt deiliskipulag fyrir Klausturveg 4 er um 4,7 ha en deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir viðbyggingum við skóla, nýjum leikskóla sem verður sambyggður skóla með tengibyggingu og Errósetri í framhaldi af þekkingarsetri. Markmið skipulagsins er að búa til heildstætt skólasvæði fyrir sveitarfélagið þar sem gott flæði er á milli skólastiga í tengslum við þekkingarsetur og Errósafn. Með því verða til öflugir innviðir fyrir menntun barna og tómstundir sem er liður í framtíðarsýn Skaftárhrepps að verða eftirsóknarvert sveitarfélag þar sem samstarf einkennir samfélagið.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með miðvikudeginum 16. júní til 30. júlí 2021.

Tillöguna má einnig nálgast HÉR

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Sveitarstjóri Skaftárhrepps