Strandblakvöllur á Kirkjubæjarklaustri

Völlurinn vígður 8. júlí 2021. Körfuboltalið Umf Ármanns og Umf Skafta skoraði á kvennaliðið í blaki…
Völlurinn vígður 8. júlí 2021. Körfuboltalið Umf Ármanns og Umf Skafta skoraði á kvennaliðið í blaki.

Strandblakvöllurinn er við hlið Íþróttamiðstöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri. Veðrið hefur leikið við íbúa Skaftárhrepps þetta sumarið og því er blakvöllurinn skemmtileg viðbót við annars góða íþróttaaðstöðu á staðnum. Í Íþróttamiðstöðinni er lítil líkamsræktarstöð og þar er hægt að leigja salinn (s. 487 4656). Úti er sundlaug með heitum potti og vaðlaug fyrir börnin. Íþróttamiðstöðin er opin alla daga frá 10 - 20 sumarið 2021. 

Hér fyrir neðan eru myndir af fyrsta blakleiknum þar sem körfuboltaliðið skoraði á kvennaliðið í blaki. Bæði liðin eru Umf. Ármann og Umf. Skafti. Hér var ekkert gefið eftir en allir kátir að leik loknum. Myndirnar með þessari frétt tók Fanney Ólöf Lárusdóttir. 

Fyrsti blakleikurinn

 

Allir kátir að leik loknum