Stóri plokkdagurinn er 24. apríl 2021

Guðlaug og Fjóla Þorbergsdætur plokkuðu með stæl 24. apríl 2020. (Ljósm. LM)
Guðlaug og Fjóla Þorbergsdætur plokkuðu með stæl 24. apríl 2020. (Ljósm. LM)
Umhverfis- og náttúrunefnd í Skaftárhreppi hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að fara út og plokka næstu daga en stóri plokkdagurinn er laugardaginn 24. apríl 2021. 
 
Allir geta sótt fría plastpoka í Skaftárstofu frá 9 -12 virka daga, og í Random-Klausturbúð á opnunartíma
 
Opnunartími Random út maí er
 
Þriðjudagur 15 til 18
Miðvikudagur 13 til 18
Föstudagur 13 til 18
Laugardagur 11 til 15
 
Spennan þetta árið er: Hver finnur flestu grímurnar?