Smölun heimalanda

Sveitarstjórn Skaftárhrepps minnir bændur og aðra landeigendur í Skaftárhreppi á fjallskilasamþykkt Vestur-Skaftafellssýslu nr. 774/2020, en þar segir m.a. :

  • "19.grein, Hver bóndi er skyldur að smala land sitt á hausti samhliða leitum, ef sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur eyðibýla þó að þeir eigi þar ekki fjárvon. Hlýði umráðamaður lands ekki fyrirmælum sveitarstjórnar ber honum að greiða smölunarkostnað eftir mati sveitarstjórnar."
  • "24.grein, Hver eigandi eða umráðamaður lands er skyldur til að smala heimaland sitt eigi síðar en 20. október ár hvert og það eins þótt landeigandi eða umráðamaður eigi þar ekki fjárvon sjálfur. Vanræki einhver að smala heimaland sitt, getur sveitarstjórn látið smala það á hans kostnað, og greiðir hann að auki sekt samkv. ákvæðum 21,gr. samþykktar þessarar."

 

Hér má sjá fjallskilasamþykkt

 

Þetta tilkynnist hér með,

Fyrir hönd sveitarstjórnar,

Einar Kristján Jónsson,

sveitarstjóri