Skaftárhlaup úr báðum kötlum

Skaftárhlaup geta valdið tjóni á þjóðvegi 1 og víðar. Ferðalöngum er ráðlagt að fylgjast vel með fré…
Skaftárhlaup geta valdið tjóni á þjóðvegi 1 og víðar. Ferðalöngum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum. Ljósmyndin er frá 2018. (Ljósm. LM)

Hlaup hófst úr vestari katlinum í Skaftárjökli í byrjun september og náði hlaupið hámarki 2. september. Nú er hafið hlaup úr eystri katlinum og er hætta á að það verði mun strærra en hitt sem var að ljúka. Mikið vatn er í ám og því líklegt að Skaftá verði mjög vatnsmikil. Einnig þurfa menn að vara sig á að gasmengun getur fylgt Skaftárhlaupum. 

Líklegt er að hlaupvatnið úr eystri katlinum nái til byggða að kvöldi 6. september 2021. Í stóru hlaupi 2018 fór vatn yfir þjóðveg 1 í Eldhrauni og gæti það gerst aftur. Vegfarendur er því beðnir að fara varlega.

Vegum verður lokað að kvöldi 6. september eins og segir:

  • Landmannalaugar inn á Fjallabak-nyrðra inná F-208
  • Skaftártungnavegur (vegur 208) frá Búlandi
  • Inn á Álftavatnskrókinn á vegi F-210 inná F-233
  • Vestan við vað yfir Hólmsár gatnamót F-210 og F-232
  •  

Hér má sjá frétt af ruv.is