Hólmfríður G. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra frá 1. janúar 2025 og mun hún gegna starfinu alla vorönnina. Allan sinn starfsaldur hefur hún starfað í Reykjavík, var skólastjóri til fjölda ára, gegndi aðstoðarskólastjórastöðu í þrjú ár og þar áður unglingadeildarkennari.
Frá því að Hólmfríður hætti sem skólastjóri og fór á lífeyri hefur hún leyst af í skólum í Reykjavík sem skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og skrifstofustjóri. Hefur einnig tekið ýmis verkefni að sér fyrir grunnskólana í borginni s.s. skjalaflokkun, frágang og skjalaskráningu, líka endurskoðun og uppfærslu á áhættumötum.
Hólmfríður segir:„Hvað er skemmtilegra í lífinu en að fjalla um skólamál?“ Þetta hef ég oft sagt í tengslum við nám og kennslu og því er ég tilbúin að koma sem skólastjóri í náttúruperluna Kirkjubæjarklaustur. Vinna með skólasamfélaginu, öllum nemendum til heilla og farsældar. Þar sem ég er fædd og uppalin úti á landi get ég sagt af reynslu: Það þarf heilt þorp/sveitafélag til að ala upp barn.
Sveitarstjórn bíður Hólmfríði velkomna til starfa.