Nýju bækurnar að detta í hús

Nýjar bækur 2020
Nýjar bækur 2020

Þessa dagana eru nýju bækurnar að koma á Héraðsbókasafnsins.

Bókasafnið er opið fyrir almenning á miðvikudögum frá 16:30 - 19:00 og á fimmtudögum frá 11 - 13.

Næsta fimmtudag 29. okt verður ekki opið. 

Kýrin Sæunn sem skellti sér á sund yfir Önundarfjörðinn er komin, svo og Iðunn og afi pönk og fleiri bækur fyrir börn.

 

Konan sem elskaði fossinn er um Sigríði í Brattholti sem hótaði að henda sér í fossinn ef menn ætluðu að virkja fossinn. Kindasögurnar, eru að sjáfsögðu komnar sveitina og svo eru Síðasta barnið eftir Guðmund Brynjólfsson komið, en það er þriðja bókin um fólkið sem býr nærri Eyrarbakka. 

Bækurnar sem þú átt eftir að lesa frá því í fyrra eru líka á safninu. Ragnar Jónasson fékk glæpasagnaverðlaunin í Bretlandi og var með þrjár bækur efst á sölulistum í Þýsklandi. Nýja bókin hans Vetrarmein er komin og eldri bækur hans eru til á safninu.