Ný sýning á verkum Errós opnar 9. apríl 2022

Odelscape.
Odelscape.

Sýningin Sprengikraftur mynda endurspeglar glæsilegan feril Errós og byggir að mestu á listaverkagjöf listamannsins til Reykjavíkurborgar. Árið 1989 tók Reykjavíkurborg við stóru safni, um 2000 verkum eftir listamanninn, auk skjala og annarra gangna sem hafa mikið gildi fyrir rannsóknir sem snerta listamanninn og samtíma hans. Safnið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu árin og telur nú um 4000 listaverk. Errósafninu var fundinn staður í Hafnarhúsi og var gjöfin grunnur þess að Listasafn Reykjavíkur hóf starfsemi í húsinu. Sýningar úr safni Errós eiga sér þar fastan sess en með þeim er leitast við að gefa innsýn í ólíkar áherslur í verkum hans. Þegar sýningunni lýkur í Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi fer hún á ferð um Evrópu og verður opnuð í ARos safninu í Árósum í apríl, 2023.  

Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri. Undanfarin ár hefur áhugahópur unnið að því að það verði til Errósafn á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra skipaði starfshóp til að vinna að verkefninu og er því verkefnið komið allnokkuð áleiðis. 

Allar nánari upplýsingar um sýninguna og verk Errós og feril má sjá á síðu Listasafns Reykjavíkur

Sprengikraftur mynda