Niðurstaða 488. fundar sveitarstjórnar.

 

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, hélt 488. fund sinn þann 23. febrúar 2023
  • Það helsta sem gert var á fundinum var eftirfarandi:
          • Sveitarstjórn samþykkti að gefa öllum nemendum í 5. bekk Kirkjubæjarskóla á Síðu spjaldtölvur, að gerðinni iPad 10.2 64GB ásamt lyklaborði.
          • Jafnframt samþykkti sveitarstjórn samhljóða að kaupa 6 spjaldtölvur fyrir kennara. Sveitarstjórn samþykkti ennfremur samhljóða að fela skólastjóra að semja reglur um notkun spjaldtölva og leggja þær fyrir fræðslunefnd til samþykktar.
          • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Framkvæmdasýsluna / Ríkiseignir, um kaup á landi á Kirkjubæjarklaustri og Skriðuvöllum 11.
          • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið (sjá hér)

     

    Hér má sjá fundargerð fundarins:

    Hér má sjá fundargögn fundarins: