Niðurstaða 487. fundar sveitarstjórnar.

   • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, hélt 487. fund sinn þann 15. febrúar 2023
   • Það helsta sem gert var á fundinum var eftirfarandi:
      • Sveitarstjórn samþykkti að gefa öllum nemendum í 6. til 10 bekkjar Kirkjubæjarskóla á Síðu spjaldtölvur, að gerðinni iPad 10.2 64GB ásamt lyklaborði.
      • Sveitarstjórn staðfesti reglur fyrir Ungmennaráð Skaftárhrepps (sjá hér)
      • Sveitarstjórn samþykkti reglur um skólahald í leik- og grunnskóla, þegar óveður geisar. (sjá hér)
      • Sveitarstjórn samþykkti að vinna sameiginleg útboðsgögn vegna sorphirðu og eyðingar með Mýrdalshreppi, með það sjónarmið að sorphirðan og eyðing yrði sameiginleg. Jafnframt yrði urðunarstaður sorps fyrirhugaður á Skógarsandi fyrir sveitarfélögin bæði til framtíðar litið.
      • Sveitarstjórn samþykkti samning sem tryggir Björgunarsveitinni Kyndli árlegan rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu, til viðhalds, rekstrar, kaupa á búnaði ofl. (sjá hér)
      • Sveitarstjórn samþykkti samning sem tryggir Björgunarsveitinni Lífgjöf árlegan rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu, til viðhalds, rekstrar, kaupa á búnaði ofl. (sjá hér)
      • Sveitarstjórn samþykkti samning sem tryggir Björgunarsveitinni Stjörnuni árlegan rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu, til viðhalds, rekstrar, kaupa á búnaði ofl. (sjá hér)
      • Sveitarstjórn samþykkti samning við Íslandsmyndir ehf. sem tryggir sveitarfélaginu, afnot af ljósmyndum Íslandsmynda í auglýsinga-, kynningar- og prentefni og hvers kyns markaðs-og kynningarútgáfu á vegum sveitarfélagsins.
      • Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að skrifa þeim fasteignaeigendum sem vitað er um að eigi óskráðar fasteignir í sveitarfélaginu bréf og sé þeim gefinn kostur á því að koma sínum málum á hreint fyrir 15. mars næstkomandi. Ef það gerist ekki er sveitarstjóra heimilt að beita dagsektum skv. byggingarreglugerð og öðrum þeim úrræðum sem reglugerðin heimilar til að ná þessum eignum á fasteignaskrá.
      • Hér má sjá fundargerð fundarins:
      • Hér má sjá fundargögn fundarins: