Neyðarstig almannavarna vegna Covid 19 - viðbragðsáætlun Skaftárhrepps uppfærð

Viðbragðsáætlun Skaftárhrepps vegna Covid 19 hefur nú verið uppfærð með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna. Sjá HÉR

Takmarkanir sem settar hafa verið á hjá stofnunum sveitarfélagsins miða að því að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins auk þess að gera það sem í okkar valdi stendur til að draga sem mest úr samgangi utanaðkomandi hópa við óbólusett börn og ungmenni.

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð fyrir utanaðkomandi gestakomum en opið er fyrir símann 487-4840 á skrifstofutíma mánudaga-fimmtudaga frá kl. 10:00 -14:00 og föstudaga 10:00-13:00 þar sem hægt er að bóka viðtalstíma hjá sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið klaustur@klaustur.is