Loksins verður aftur messa

(Ljósm. IH)
(Ljósm. IH)
Loksins verður aftur messa!
Nú á sunnudaginn 21. febrúar klukkan 14:00 verður messa í Prestsbakkakirkju. Sr. Ingimar Helgason þjónar og meðlimir úr kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn leiða okkur í fallegum söng undir stjórn og undirspili organistans okkar Zbigniew Zuchowicz.
Við virðum allar sóttvarnarreglur og verður handspritt við innganginn og grímuskilda meðan á athöfn stendur. Einnig er 2m reglan enn í gildi og við munum taka tillit til hennar.
Verið hjartanlega velkomin!