Leggjum öðrum lið

Á uppskeru- og þakkarhátíð viljum við gleðjast og þakka en líka leggja þeim lið sem hafa átt erfiðar…
Á uppskeru- og þakkarhátíð viljum við gleðjast og þakka en líka leggja þeim lið sem hafa átt erfiðara ár en aðrir. (Ljósm. Hasse)

Leggjum öðrum lið, styðjum Kristínu Pálu.

Á Uppskeru- og þakkarhátíð gleðjumst við yfir því sem hefur gengið vel og þökkum liðið ár. Árið var erfitt hjá mörgum vegna farsóttarinnar, bæði vegna tekjumissis og einangrunar og ekki útséð með hvernig covid á eftir að fara með einstaklinga og samfélagið okkar. Við getum þó þakkað fyrir að hér í sveit hafa verið lítil veikindi.

En, erfiðleikar sumra eru meiri en annarra og okkur í Menningarmálanefndinni langar að styrkja fjölskyldu þar sem veikindi hafa sett svip sinn á allt árið og hver dagur er barátta. Það er Kristín Pála Sigurðardóttir og hennar fjölskylda sem okkur langar að styrkja. Kristín Pála ólst upp á Búlandi í Skaftártungu og gekk í Kirkjubæjarskóla á Síðu. Kristín Pála veiktist af RS vírus í byrjun ársins og varð mjög alvarlega veik og var á gjörgæslu um tíma. Á sama tíma lenti maður hennar, Þröstur, í slysi og lagðist inn á gjörgæsluna við hlið Kristínar. Kristín Pála hefur náð nokkuð góðri heilsu á ný og býr nú með syni þeirra Þrastar á Hellu en Þröstur er verr staddur og mikil endurhæfing og aðgerðir framundan. Við sendum þeim Kristínu og Þresti góðar kveðjur og óskir um góðan bata en okkur langar líka að leggja þeim til fjármagn til að létta undir með þeim á þessum erfiðu tímum.

Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna er bent á söfnunarbauka sem verða í Kirkjubæjarstofu og Skaftárstofu. Einnig má leggja inn á reikning sem er á nafni Sveitabraggans nr. 0317 - 26 - 5656, kt. 560113 - 0560. Þuríður Helga Benediktsdóttir mun sjá um að koma söfnunarfé til Kristínar Pálu.

 

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps