Kosið um sameiningu 25. sept. 2021

Atvinnugreinar á Suðurlandi eru margar. Í sveitarfélögunum fimm er mikil matvælaframleiðsla og ferða…
Atvinnugreinar á Suðurlandi eru margar. Í sveitarfélögunum fimm er mikil matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta. Menning og saga í þessum sveitum er samofin sögu sauðkindarinnar. (Mynd af vef svsudurland)

Á 464 fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps sem haldinn var 15. júlí 2021 var tekin til síðari umræðu tillaga sameiningarnefndar sveitarfélagsins Suðurlands. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkir að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.

Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir.

Verði af sameiningu mun nýja sveitarfélagið ná frá Þjórsá austur á Skeiðarársand. Sýslurnar tvær; Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla verða þá eitt sveitarfélag. Á svæðinu eru rúmlega 5000 íbúar og fjórir byggðakjarnar; Hella, Hvolsvöllur, Vík og Kirkjubæjarklaustur og þar eru grunnskólar og leikskóla sveitarfélagnna. Laugalandsskóli er grunnskóli í sveit og þar er einnig leikskóli, báðir skólarnir þjóna dreifðum byggðum Rangárþings eystra og Ásahreppi.

Nánari upplýsingar um sveitarfélögin fimm og vinnu vegna sameiningar má sjá á vefnum svsudurland.is  Á vefnum má sjá gögn frá starfshópum og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að kynna sér kosti og galla sameiningar.