Íslenskunám. Stig 4 í fjarnámi

Íslenskunám, stig 4 í fjarnámi frá 11. apríl 2022 - 23. maí 2022

Kennari: Hlíf Gylfadóttir

Lengd: 40 klukkustundir (60 kest.)

Dagar: Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar  17:30 - 20:00

Verð: 47.500 isl kr. Greitt er með korti eða með Netgíró. Athugið að fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja þátttakendur.

Miðað er við 75% viðveru/þátttöku til að ljúka náminu

Áfanginn miðast við þarfir þeirra sem hafa nokkuð góða undirstöðu í tungumálinu. Fjallað er um þætti sem tengjast daglegu lífi og þörfum fjölskyldu. Áhersla er lögð á að efla orðskilning nemenda tengdan ýmsum störfum, samskiptum á vinnustað, atvinnuumsóknum, atvinnuviðtölum og launaseðlum. Áfram er lögð áhersla á íslenskt samfélag og fjölmiðla með það fyrir augum að auka færni nemenda í tungumálinu og efla sjálfstraust þeirra og samfélagslega vitund. 

Upplýsingar: Íslenska 4 (fraedslunet.is)